Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Hlutverk félagsins er:

a. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

b. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar.  Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

c. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

Borgarbraut 1a. 350. Grundarfirði

Sími: 4361077 - 8997090

Skrifstofa S.D.S er til húsa á Borgarbraut 1a í Grundarfirði                       

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá 9–12:30 og frá 13- 16:00

Símanúmerið á skrifstofunni er : 436-1077

Farsímanúmer formanns er : 899-7090

Rafpóstur: dalaogsnae@gmail.com

Formaður félagsins er Helga Hafsteinsdóttir sem er jafnframt eini starfsmaður skrifstofunnar. Þ.a.l. er vissara að hringja á undan sér ef langt er farið. En það er alltaf hægt að hafa samband símleiðis og í tölvupósti og mun formaður hafa samband aftur við fyrsta tækifæri.

Hér er S.D.S.
A+ R A-

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Trúnaðarmannafundur 20.september

Trúnaðarmannafundur verður haldinn á skrifstofu SDS

20.september  frá kl. 11:00- 14.00

Kynning á ákvæðum úr kjarasamning

Farið yfir tengitöflu / launatöflu

Orlofsmál / orlofsvefur Samflots

Einelti og kynjabundin áreiti á vinnustað

Starfslýsingar og ráðningasamningar

Almennt spjall og fyrirspurnir

Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar ;-)

Sjáumst eldhress!

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið fara af stað í haust

Kæru félagar! SDS greiðir fyrir trúnaðarmenn sína gistingu, akstur og annan útlagðan kostnað ef þið ákveðið að skella ykkur suður á námskeiðið. Ég vil í leiðinni hvetja þá trúnaðarmenn sem þegar hafa farið á fyrstu stigin að halda áfram á þeirri góðu braut. Eflum okkar félag enn frekar! 

Trúnaðarmannanámskeiðin fara fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89.

Trúnaðarmannanámskeiðin hjá Félagsmálaskóla alþýðu halda áfram í haust. Trúnaðarmannanámskeið I verður kennt í þremur þrepum. Fyrsta þrepið í september, annað í október og það þriðja í nóvember.

Á námskeiðunum fá þátttakendur fræðslu um hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Þá verður farið í lestur launaseðla og launaútreikninga, samskipti á vinnustað, starf og stöðu trúnaðarmannsins. Einnig verður fræðsla um uppbyggingu og innihald kjarasamninga, réttindi í sjóðum stéttarfélaga og fleira.

Fyrsta þrepið verður kennt dagana 18. til 20. september.

Annað þrepið verður kennt dagana 16. og 17. október.

Þriðja þrepið verður kennt dagana 13. til 15. nóvember.

Kennslan fer fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 og stendur frá klukkan 9:00 til 15:45.

Nánari upplýsingar má fá á vef Félagsmálaskóla alþýðu. Þar er einnig hægt að skrá sig á námskeiðin.

http://www.felagsmalaskoli.is/namskeid/#?id=1111

styrkt3

spurtsvarad1

 

 

 

Við erum á Facebook

Fæðingarorlof

Starfslok

spanar

Vertu á verði

Virk

Félagsmálaskóli

Starfsmat