Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Hlutverk félagsins er:

a. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

b. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar.  Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

c. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

Borgarbraut 1a. 350. Grundarfirði

Sími: 4361077 - 8997090

Skrifstofa S.D.S er til húsa á Borgarbraut 1a í Grundarfirði                       

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá 9–12:30 og frá 13- 16:00

Símanúmerið á skrifstofunni er : 436-1077

Farsímanúmer formanns er : 899-7090

Rafpóstur: dalaogsnae@gmail.com

Formaður félagsins er Helga Hafsteinsdóttir sem er jafnframt eini starfsmaður skrifstofunnar. Þ.a.l. er vissara að hringja á undan sér ef langt er farið. En það er alltaf hægt að hafa samband símleiðis og í tölvupósti og mun formaður hafa samband aftur við fyrsta tækifæri.

Hér er S.D.S.
A+ R A-

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Sumarlokun skrifstofu SDS 2017

Skrifstofan verður lokuð frá og með 12.júní til 11.júlí vegna sumarleyfa.

Ef nauðsyn ber, má hafa samband í síma 899-7090.

Með von um að þið hafi það sem allra best í sumar.

                      Með sólarkveðju, Helga 

Hafna einkarekstri

Þjóðin hafnar einkarekstri í heilbrigðiskerfinu

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Andstaðan við einkarekstur hefur aukist verulega á undanförnum árum.

Alls eru 86% landsmanna þeirrar skoðunar að rekstur sjúkrahúsa eigi fyrst og fremst að vera á hendi hins opinbera. Aðeins 1,3% telja að sjúkrahús eigi fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Rúnar frá mars og fram í byrjun maí. BSRB kostaði gerð könnunarinnar.

Hlutfall þeirra sem vilja að ríkið sjái um rekstur sjúkrahúsa hefur aukist verulega á undanförnum árum. Alls voru 80,7% þeirrar skoðunar í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2006 og 83,2% í könnun sem gerð var árið 2015.

Stjórnvöld fari að þjóðarvilja

Þessar niðurstöður sýna svart á hvítu að landsmenn eru andvígir þeirri þróun til aukinnar einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu, sem hefur verið áberandi undanfarið. Stjórnvöld verða að líta til þessarar eindregnu afstöðu gegn einkarekstri í sínum áætlunum. Falla ætti frá öllum frekari áformum um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og hefjast handa við að vinda ofan af einkavæðingu undanfarinna ára.

Mikill meirihluti vill einnig að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilsugæslustöðvar, alls 78,7%. Aðeins 2,2% vilja að rekstur heilsugæslustöðva sé fyrst og fremst á hendi einkaaðila. Þá vill stór hluti þjóðarinnar, 67,5%, að hið opinbera reki hjúkrunarheimili en aðeins 3,1% vilja fyrst og fremst fela einkaaðilum rekstur þeirra.

Nær allir vilja meira fé í heilbrigðismálin

Í rannsókninni var einnig spurt um afstöðu fólks til þess hvort leggja ætti meira eða minna fé í heilbrigðisþjónustuna. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, 91,9%, vill að hið opinbera leggi meira fé í heilbrigðisþjónustuna. Aðeins 1% vill draga úr framlögum til málaflokksins.

Hlutfall þeirra sem vill auka útgjöld í heilbrigðisþjónustuna hefur aukist á undanförnum árum. Árið 2006 töldu 81,5% rétt að auka útgjöldin. Hlutfallið var komið upp í 90,9% í sambærilegri könnun árið 2015 og er nú komið í 91,9%.

Aðferðafræðin

Könnunin var gerð af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Rúnar Vilhjálmsson prófessor. Kostnaður við gerð könnunarinnar var greiddur af BSRB. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí 2017 og náði til alls 1.733 meðlima í netpanel Félagsvísindastofnunar. Netpanellinn byggist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og er tryggt að dreifing aldurs, kyns, búsetu, menntunar og tekna sé sem líkust því sem gerist meðal landsmanna. Alls svöruðu 1.120 könnuninni og svarhlutfallið því 65%.

frethaf

 

styrkt3

spurtsvarad1

 

 

 

Við erum á Facebook

Fæðingarorlof

Starfslok

spanar

Vertu á verði

Virk

Félagsmálaskóli

Starfsmat