Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Hlutverk félagsins er:

a. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

b. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar.  Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

c. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

Borgarbraut 1a. 350. Grundarfirði

Sími: 4361077 - 8997090

Skrifstofa S.D.S er til húsa á Borgarbraut 1a í Grundarfirði                       

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá 9–12:30 og frá 13- 16:00

Símanúmerið á skrifstofunni er : 436-1077

Farsímanúmer formanns er : 899-7090

Rafpóstur: dalaogsnae@gmail.com

Formaður félagsins er Helga Hafsteinsdóttir sem er jafnframt eini starfsmaður skrifstofunnar. Þ.a.l. er vissara að hringja á undan sér ef langt er farið. En það er alltaf hægt að hafa samband símleiðis og í tölvupósti og mun formaður hafa samband aftur við fyrsta tækifæri.

Hér er S.D.S.
A+ R A-

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Brú býður óverðtryggð lán

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga býður nú sjóðfélögum sínum upp á óverðtryggð íbúðarlán, nú með 6,44% breytilegum vöxtum. Sjóðurinn kemur þannig til móts við eftirspurn sjóðfélaga sinna um óverðtryggð lán, en fyrir hefur sjóðurinn eingöngu veitt lán á föstum verðtryggðum vöxtum sem nú eru 3,7%.

Stjórn sjóðsins skrifaði undir nýjar lánareglur þar sem aukið var við lánakosti sjóðfélaga og var hámarks fjárhæð hækkuð upp í 50 milljónir króna, hámarks veðhlutfall hækkað í 75% af markaðsvirði íbúðar þó með þeim skilyrðum að lán sem eru með yfir 65% veðhlutfall verði ekki lengur en til 35 ára og á 1. veðrétti. Einnig var lántökugjald lækkað úr 1% í 0,5% og ekkert lántökugjald tekið við endurfjármögnun á lánum frá sjóðnum sem eru eldri en 12 mánaða. Þá er ekkert uppgreiðslugjald á lánum.

Vextir óverðtryggðu lánanna verða fastir fyrstu 36 mánuðina. Vextirnir verða endurskoðaðir á hálfs árs fresti og geta þá tekið breytingum. Lántakendur geta sótt um að festa vexti aftur að fastvaxtatímabili loknu.

Þessir lánakostir bjóðast öllum þeim sem hafa einhvern tímann greitt iðgjöld til sjóðsins, sem og sjóðfélögum í Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar.

Sjá nánar á heimasíðu Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga: www.lifbru.is

styrkt3

 

 

 

Við erum á Facebook

Fæðingarorlof

Starfslok

spanar

Vertu á verði

Virk

Félagsmálaskóli

Starfsmat