Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Hlutverk félagsins er:

a. að fara með umboð félagsmanna við gerð kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

b. að gæta réttinda og skyldna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfréttindi hvers konar.  Það kemur að öllu leyti opinberlega fram fyrir hönd félagsmanna, í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

c. að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla og ánægju.

d.að efla samvinnu innan félagsins og  að stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og samvinnu samtaka launafólks.

Borgarbraut 1a. 350. Grundarfirði

Sími: 4361077 - 8997090

Skrifstofa S.D.S er til húsa á Borgarbraut 1a í Grundarfirði                       

Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá 9–12:30 og frá 13- 16:00

Símanúmerið á skrifstofunni er : 436-1077

Farsímanúmer formanns er : 899-7090

Rafpóstur: dalaogsnae@gmail.com

Formaður félagsins er Helga Hafsteinsdóttir sem er jafnframt eini starfsmaður skrifstofunnar. Þ.a.l. er vissara að hringja á undan sér ef langt er farið. En það er alltaf hægt að hafa samband símleiðis og í tölvupósti og mun formaður hafa samband aftur við fyrsta tækifæri.

Hér er S.D.S.
A+ R A-

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Starfsmenn fá ekki fulla hvíld

Mjög algengt er að ákvæði um hvíldartíma vaktavinnufólks sem finna má í mörgum kjarasamningum séu brotin á vinnustöðum, sagði Bára Hildur Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum í erindi sem hún hélt á vinnufundi réttindanefndar BSRB á föstudag.

Almennt eiga starfsmenn sem vinna vaktavinnu rétt á 11 klukkustunda hvíld á milli vakta að lágmarki, þó á því séu ákveðnar undantekningar. Þá er skýrt  kveðið skýrt á um rétt á lengra hléi, sambærilegu helgarhléi þeirra sem ekki vinna vaktavinnu.

Bára sagði það allt of algengt að bæði stjórnendur og starfsmennirnir sjálfir virtu ekki ákvæði um hvíldartíma starfsmanna. Ástæðurnar fyrir því geta verið ýmsar. Bára nefndi til dæmis menninguna á hverjum vinnustað, eða jafnvel smærri einingum. Þá sagði hún einnig algengt að brotið sé gegn ákvæðum um hvíldartíma þegar starfsmenn ákveði sjálfir sín á milli að skiptast á vöktum.

Óskavaktir draga úr brotum

Bára sagði ýmsar leiðir mögulegar til að vinna gegn þessu. Fyrir það fyrsta verði þeir sem útbúi skipulag fyrir vaktir að gæta vel að því að engar undantekningar séu gerðar á ákvæðum um hvíld starfsmanna í vaktakerfinu. Hún sagði skýrt að það sé stjórnandinn sem beri ábyrgð á því að setja fram rétt útfærða áætlun sem standist öll ákvæði kjarasamninga.

Þá sagði hún margt benda til þess að með því að bjóða starfsmönnum að óska sjálfum eftir vöktum eftir svokallaðri óskavaktaleið megi draga úr skiptum á vöktum þar sem starfsmenn fái svigrúm til að skipuleggja vaktirnar eftir því sem hentar þeim. Þegar skiptum á vöktum fækki dragi samhliða úr því að starfsmenn fái ekki næga hvíld á milli vakta. 

Bára benti á að á þegar yfirmaður á vinnustað hafi lagt fram vaktaskipulag séu það starfsmennirnir sjálfir sem verði að bera ábyrgð á eigin hvíldartíma að einhverju leyti, til dæmis með því að skipta ekki á vöktum ef það mun hafa í för með sér að þeir fái ekki þá hvíld sem kveðið er á um í kjarasamningum. Þá eigi þeir ekki að samþykkja vaktaskipulag sem feli í sér brot gegn hvíldartíma.

styrkt3

spurtsvarad1

 

 

 

Við erum á Facebook

Fæðingarorlof

Starfslok

spanar

Vertu á verði

Virk

Félagsmálaskóli

Starfsmat